Er sérkennsla sérkennsla?


Almenn kennsla leiđir til almennrar menntunar en sérkennsla til öđruvísi menntunar, sérstakrar menntunar. Námsárangur nemenda í almennri kennslu er misjafn, ţeir ná misgóđum tökum á námsefninu, sumir sýna jafnvel alls óviđunandi árangur. Um slíka niđurstöđu má aldrei fjalla sem sérkennslu, (sérstaka menntun), eđa segja ađ nemandinn hafi međ henni komiđ sér upp sérkennsluţörf, ţ.e. ţurfi á sérkennslu, (sérstakri kennslu), ađ halda til ţess ađ ná viđunandi tökum á almennu námsefni.
Ţessi nemandi ţarf ekki sérkennslu, hann hefđi ţurft meiri og betri almenna kennslu en ţarfnast nú ađstođar og endurvinnslu, aukakennslu, hjálpar- eđa stuđningskennslu.
Ţeir nemendur, sem vegna fötlunar sinnar geta ekki nýtt sér almenna kennslu, eiga rétt til sérstakrar kennslu viđ sitt hćfi. Ţađ er sérkennsla; önnur markmiđ, ólíkt námsefni, umgjörđ og ađferđir. Sérkennsla er ekki ađferđin til ađ tryggja ófötluđum nemendum viđunandi árangur í almennu grunnskólanámi.

Sérkennsluţörf.

Einhver skilgreinanleg ástćđa veldur ţví ađ nemendur eru ófćrir um ađ tileinka sér námsefni almennrar grunnskólakennslu á viđunandi hátt og sér ađ gagni. Sérstök kennsla, sérkennsla, er ţá leiđin til ađ tryggja ţeim ţann ţroska sem er ţeim mögulegur. Ţeir njóta jafnréttis í námi ţegar ţeim er svo mismunađ ađ viđfangsefni séu viđ ţeirra hćfi en ekki ţau sömu og annarra. Ţannig sjá ţeir árangur erfiđis síns, upplifa sigra og öđlast sjálfstraust. Ţeir ţarfnast sérkennslu vegna fötlunar sinnar og til ađ tryggja lagalegan rétt ţeirra til kennslu „ ... í sem fyllstu samrćmi viđ eđli og ţarfir ...“ er stuđli ađ „ ... alhliđa ţroska, heilbrigđi og menntun hvers og eins ...“ verđur ađ halda fast viđ ţessa ţröngu skilgreiningu hugtaksins sérkennsla.
En framkvćmdin hefur orđiđ önnur. Allt frá níunda áratugnum er áhrifa grunnskólalaganna fer ađ gćta, sveigđu stjórnvöld og skólar frá fyrirmćlum ţeirra, einkum er varđar greiningar sérkennslunemenda.
Er nú svo komiđ ađ tćp 30% grunnskólanema eru í sérkennslu og um helmingur ţeirra án formlegrar greiningar!
Á níunda áratugnum ţótti ţađ óhćfa ađ ćtla 2-3% nemenda sérkennslu, jafnvel ţótt greiningar á vanda ţeirra lćgju fyrir.
Nú eru fötluđu sérkennslubörnin, 3-4 prósentin, kaffćrđ af fimm til sexföldum fjölda sínum af „sérkennslunýbúum,“ sem ekki eru fatlađir, en eiga í erfiđleikum í námi og ţarfnast hjálpar. Vandi ţessara nemenda er annar en ţeirra fötluđu. Ţeir ţarfnast vissulega ađstođar og öflug ađstođ skilar ţeim gjarnan vel áleiđis í námi, en ţađ er ekki sérkennsla.
Ef góđur fjórđungur nemenda í almennu grunnskólanámi nćr ekki viđunandi árangri, ţá er eitthvađ ađ. Skólinn bendir á nemandann; ţessi ţarfnast sérkennslu. Slík „sérkennsla“ ber jafnan árangur og međ ţví ađ mćta meintri sérkennsluţörf er henni jafnframt eytt!
Er rétt ađ ađgreina og stimpla um fjórđung nemenda sem misstíga sig í menntavalsinum?
Hvađ međ ađ leita viđeigandi lausna, jafnvel međ nýbreytni í skólastarfi?
Viđ megum ekki stefna framtíđ saklausra barna í hćttu međ ţví ađ senda ţau í sérkennslu ţegar allt sem ţau ţarfnast er sú almenna kennsla, sem alţingismenn töldu sig tryggja ţeim međ samţykkt markmiđsgreinar grunnskólalaganna.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband