Dýrkeypt sóun hćfileika.

Skólaáriđ 2011-2012 voru 27,5% íslenskra grunnskólanema í sérkennslu og var lítill munur á milli árganga. Ekki liggja fyrir tölur um heildarkostnađ af sérkennslunni utan Reykjavíkur, en ţar var hann áćtlađur um eitt ţúsund og ţrjú hundruđ milljónir króna, (1.300.287.000,00 kr.), áriđ 2012.
Má ţá ćtla kostnađ vegna sérkennslu á landinu öllu um 3,9 milljarđa á ári.
Sérkennslu virđist einkum ćtlađ ađ mćta sértćkum námserfiđleikum svo sem lesblindu, athyglisbresti og ofvirkni, en einnig er ţar gripiđ til geđlyfja til ađ bćta stöđu ţeirra sem sagđir eru ofvirkir og/eđa međ athyglisbrest.
Kostnađur vegna geđlyfja, sem börnum, (og fullorđnum), sem eru sögđ vera međ athyglisbrest og ofvirkni, eru gefin, fer ört vaxandi og er nú vćntanlega um milljarđur króna, (hlutur Sjúkratrygginga Íslands).
Árangurinn er ekki ásćttanlegur ef um fjórđungur drengja les sér ekki ađ gagni viđ lok grunnskóla og ć fleiri ţarfnast geđlyfja viđ athyglisbresti og ofvirkni á fullorđinsaldri.

Lesblinda er ekki međfćdd, ekki sjúkdómur eđa óbćtanlegur ágalli; lesblindan er eiginlega veittur áverki, afleiđing misheppnađrar lestrarkennslu.
En ţađ má bćta skađann, hreinsa sáriđ, heila meiniđ og kenna lesturinn međ ađferđum sem falla ađ námsstíl hins „lesblinda.“ Ţađ er sem sagt hćgt ađ „leiđrétta“ lesblinduna.
Međ ţví ađ leggja lestrarkennsluna frá upphafi ađ námsstíl og ţroska nemenda, er hćgt ađ fyrirbyggja ađ ţeir villist út í lesblindufeniđ og sitji ţar.

Af ţeirri fjárhćđ sem variđ er til sérkennslu má ćtla ađ verulegur hluti fari til lestrarkennslu „lesblindra.“ Međ ţví ađ leiđrétta áunna lesblindu og fyrirbyggja síđan frekari „lesblinduframleiđslu“ má spara gífurlegar fjárhćđir í sérkennslu. Björgum fyrst ţeim, sem eru ađ ljúka grunnskólanámi, og vinnum síđan frá báđum endum, leiđréttum ţá eldri og fyrirbyggjum ađ yngri börnin lendi í lesblindunni. Ţannig má fćkka sérkennslunemendum um 70-90% og fćra fjármuni úr marvađatrođslu sérkennslunnar yfir í flugsund og jafnvel dýfingar!
Lífsglöđum, spurulum og skapandi ungmennum á ekki ađ gefa geđlyf, ađ undangenginni „geđröskunargreiningu,“ til ađ auđvelda ađlögun ţeirra ađ samfélagi iđnbyltingarinnar. Ţau ţurfa virđingu og traust til ađ skapa ţađ samfélag framtíđarinnar, sem viđ sjáum ekki fyrir.
Flytjum fjármuni frá sérkennslu til ţróunar og umbóta. Komum lesblindum til bjargar, bćtum lestrarkennsluna og tryggjum öllum lestrarfćrni á ţeirra eigin forsendum. Leggjum ţannig lesblinduhugtakiđ af.
Lögum kennsluađferđir og kennsluhćtti ađ hćfni hvers og eins og gefum öllum kost á ađ njóta sértćkra hćfileika sinna, hvort sem námsstíll ţeirra er „VHSH“ eđa „HHFS“ (vinsti heila sitja og hlusta eđa hćgri heila fara og skođa). Ţannig má útrýma ofvirknigreiningum og geđlyfjagjöfum fullfrískra barna og unglinga. Ritalín gerir aldrei hćgri heila barn ađ vinstri heila barni, sem betur fer, en getur komiđ í veg fyrir ađ hćgri heila barn blómstri og njóti einstakra hćfileika sinna.
Sinnum síđan ţeim sem sannlega ţurfa á sérkennslu ađ halda vegna greinanlegra fatlana og ţeim, sannanlega veiku einstaklingum, sem ofvirknigreiningar og geđlyfjagjafir hafa brugđist og komiđ í veg fyrir ađ fengju raunverulega úrbót meina sinna.
Gefum framtíđinni skóla án tapara og skóla án lyfja; skóla sköpunar og lífsgleđi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband