Eđlismunur lífsleikni- og starfsmennta.

Hlutverk grunnskólans er uppeldi og mótun; ađ lađa fram mannlega eiginleika sem ţeir lifna og birtast, – ţroska ţá og móta til hćfileika og fćrni, einstaklingum og samfélagi til hamingju og heilla. Ţađ má líka orđa ţađ svo ađ hlutverk grunnskólans sé ađ leiđa vaxandi ungviđi í sannleikann um mannlegt eđli svo og ađ kenna og ţjálfa félagslega fćrni, siđi og reglur mannlegra samskipta.
Sálar,- uppeldis- og kennslufrćđin eiga síđan ađ svara okkur ţví, hver frćđsla og viđfangsefni, hvenćr og hvernig unnin, megi best tryggja árangur skólastarfsins.
Lífsskeiđ grunnskólanemandans er skeiđ vaxtar og ţroska, - líkamlega, tilfinningalega, vitsmunalega og félagslega. Međ grunnskólalögum skuldbindur samfélagiđ sig til ţess ađ hlúa ađ, örva og móta mannlega möguleika hvers og eins. Hlutverk grunnskólans er ađ sinna ţörfum uppvaxandi ungviđa, ađ rćkja skyldur samfélagsins viđ börn og unglinga. Hlutverkiđ er mannrćkt, ađ búa ungviđinu leikni og fćrni til ţess ađ ferđast áfallalítiđ um mannheima og velja sér verkefni, sem hćfa áhuga og getu.
Viđfangsefni grunnskólans er ţví lífsleikni og ţá má líta á lokaskírteini grunnskólans sem eins konar haffćrniskírteini á lífsins ólgusjó. En fćstum er ţađ nóg ađ fljóta – menn vilja sigla og ráđa för.

Hlutverk framhaldsskólans er annars eđlis, ţađ er ađ hlusta á raddir samfélags og atvinnulífs og setja ţeim kröfur og skilmála um ţekkingu og leikni sem vilja sigla og ráđa för.
Framhaldsnám skal undirbúa nemendur undir tiltekin störf sem krefjast viđeigandi sérmenntunar.
Einnig má orđa ţađ svo, ađ viđfangsefni skyldunámsins sé lífsleikni en viđfangsefni framhaldsnámsins starfsleikni.

Ég tel grunnskólann líđa fyrir ţađ ađ viđ viđurkennum ekki eđlismun lífsmennta og starfsmennta. Nú er meginhlutverk grunnskólans, lífsleiknin, orđin sjálfstćđ námsgrein. Ekki líst mér á ađ loka ţetta viđfangsefni af sem einangrađa námsgrein í grunnskólanum og opna ţá jafnvel fyrir enn meiri stýringu framhaldsskólans.
Ég vil halda kröfunni um mannrćkt og lífsleikni grunnskólans ofar kröfu framhaldsskólanna um tiltekna ţekkingu í einstökum námsgreinum. Til ţess ađ skilja á milli eđlislega óskildra markmiđa grunnnáms og framhaldsnáms er ef til vill nauđsynlegt ađ lengja tímabiliđ ţar á milli frá einu sumri, jafnvel ađ leggja inn millistig sem verđi ţá hvort tveggja í senn fullnumun og prófraun lífsleikninnar og undirbúningur sérhćfingar.
Á kerfismáli vildi ég sjá lok skyldunáms á fermingarvori nemandans eđa međ 8. bekk. Eftir skólaskylduna tćki síđan viđ ţriggja ára frjáls miđskóli, mjög sveigjanlegur, en vel skilgreindur og vćri ”unglingamiđađur” – legđi megináherslu á verk- og listgreinar, félagsţroskun og persónumótun. Skólaskyldan vćri ţá átta ár en frćđsluskylda stćđi ţremur árum lengur. Framhaldsskólinn vćri síđan ţriggja ára skóli.
Sveigjanleiki vćri í kerfinu til ađ ljúka hverju skólastigi fyrir sig á skemmri tíma.
Inntökupróf vćru haldin viđ framhaldsskóla, lokapróf áfanga eftir ástćđum og útskrift rćđst af námshrađa nemenda, sem gćtu ţá hafiđ háskólanám mun fyrr en veriđ hefur.
Skyldunámiđ, grunnskólinn, ćtti ađ vera í umsjá ríkisins, en miđskólinn og framhaldsmenntunin á betur heima í umsjá sveitarfélaga og samtaka ţeirra.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Skólayfirvöld eru stóra vandamáliđ í öllum ţessum skólamála-vanda, á öllum stigum.

Ţađ er ekki hlutverk grunnskóla ađ ala upp börn, heldur kenna ţeim ađ bjarga sér í lestri, skrift og reikningi.

Og ţađ er ekki hlutverk foreldra ađ kenna börnum heima eftir fullan vinnudag barna í grunnskóla. Til ţess hafa foreldrar ekki menntun. Ţađ ţarf ađ hafa grunnskóla til ađ kenna börnum ţađ sem kennarar kunna ađ kenna, umfram foreldra.

Er ţetta eitthvađ flókiđ?

Foreldrar eiga hins vegar, og án nokkurs vafa, ađ ala upp börnin, og kenna ţeim ţađ sem á ađ kenna börnum utan grunnskólanna opinberu.

Ţetta virđist flćkjast mjög mikiđ fyrir stjórnsýslunni opinberu og óábyrgu!

Ţađ er ađ sjálfsögđu alfariđ á ábyrgđ skólayfirvalda, ađ bćđi kennarar og foreldrar standa nú ráđţrota gagnvart ábyrđarlausum skólayfirvöldum, sem bara rugla og brjóta niđur alla sem skólamálin varđa!

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 13.3.2014 kl. 18:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband