Er lesblinda meðfædd?

Ýmsir halda því fram að fyrirbæri það, sem lesblinda nefnist, sé meðfætt.  Einnig er því haldið fram að orðið lesblinda sé óheppileg yrðing fyrir það sem á útlensku er nefnt dyslexia.   

Sá, sem glímir við dyslexiu eða lesblindu, á erfitt með að taka á móti þeim boðskap eða upplifa þá reynslu, sem texta er ætlað að flytja honum.  Hann upplifir ekki myndræna sviðsetningu í huga sínum af merkingu textans, hann sér ekki merkingarmyndir einstakra orða og myndlausu orðin eru honum erfiðust.  Hann er í basli vegna þess að hann hugsar mjög í myndum og nái hann ekki að upplifa myndræna yfirfærslu textans þá nær hann ekki þeim boðskap, sem textinn á að flytja honum. 

Lesfærni er ekki eðlislægur, meðfæddur eiginleiki fremur en málfærni, heldur lærð aðgerð.  Góðar aðstæður og aðferðir við hæfi skila góðum málþroska og góðri lesfærni - og öfugt?

Þetta er inngangur að viðtali um lesblindu, sem birtist á N4 í fyrra. 

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband